Jæja ég er ekki alveg að standa mig í blogginu og reyni hér með að bæta úr því.
Dögg er komin til mín aftur og hún er bara æðisleg, mig langar svo að eiga hana! En maður getur víst ekki unnið eins og vitleysingur og hugsað um hund svo ég get alveg gleymt því.
Við Linda Björk fórum austur í gærkvöldi til að gera aðra tilraun til að kíkja á Ótta Dimmuson. Við fundum hann í þetta skiptið og fengum að stússast svolítið í kring um hrossin. Linda er búin að senda mér hluta af myndunum sem hún tók...



Næst fórum við í heimsókn til Mánaskálar Dropa.. sem er auðvitað bara sætur! .. og mig langar líka að eiga hann!


