21.06.2007 20:40
Jæja þá er vinnuvikan að verða búin. Ég fer norður annað kvöld og tek Skellu mína með. Planið er að kíkja á hrossin. Það á að smala saman hrossunum og fara með hryssurnar á Balaskarði undir Flipa frá Njálsstöðum. Ég nota tækifærið til að gefa tryppunum mínum ormalyf og snyrta hófa. Það verður gaman að sjá þau og vonandi get ég tekið eitthvað af myndum.
Dimmusonurinn hefur ekki enn fengið nafn en ég er með eitt í huga en það kemur í ljós eftir helgi hvort ég skipti um skoðun. Hann er líklega núna í girðingu hjá Þey frá Akranesi með Dimmu. Ég á nú von á að fá einhverjar myndir af honum frá eiganda Dimmu og svo verður spennandi að sjá hvernig hann verður á litinn þegar hann missir folaldahárin. Svo er ég nú líka að velta fyrir mér hvort ég eigi að selja hann eða halda honum, svona er ég nú klikkuð.. get aldrei ákveðið mig.
Meira af þessu seinna..