Mánaskál |
|
RafstöðinRafstöðin Atli hefur hin ýmsu gæluverkefni og það sem á hug hans allan um þessar mundir er heimarafstöðin sem hann var að koma í gagnið hér að Mánaskál. Hér á árum áður var rafstöð á bænum en hún lagðist af eftir að ríkisrafmagnið kom hingað. Síðustu ár höfum við velt fyrir okkur möguleikanum á að setja á ný upp rafstöð við bæinn. Hér rennur bæjarlækur framhjá hlaðinu sem áður var virkjaður og því kallaði það dálítið á okkur að koma rafstöðinni upp aftur. Árið 2010 létum við til skara skríða og verkefnið byrjaði. Við lögðum ný rör að mestum hluta en eitthvað af gömlu aspest rörunum eru í notkun líka. Rafstöðvarstæðið var fært af hlaðinu og niður fyrir bæjarhólinn. Þar var steypt plata undir væntanlegt rafstöðvarhús. Atli eyddi svo ómældum tíma í bílskúrnum að smíða rafstöðina. Við fengum upprunalegu skóflurnar úr túrbínunni sem var í gömlu rafstöðinni hérna heima en annað hefur Atli smíðað eða sankað að sér. Einnig hannaði hann tölvustýringu fyrir rafstöðina sem dreifir rafmagninu eftir hans óskum. Á síðustu vetrarmánuðuðunum reis hér rafstöðvarhúsið. Rafstöðin var líka að komast á lokasprettinn. Nú í sumar (2011) var gerð lítil stífla fyrir ofan bæinn, rafstöðin sett upp í húsinu og rafmagnið tengt inn í hús og þetta virkar eins og í sögu! Nú hitar rafstöðin húsið og alltaf nóg af heitu vatni! Flettingar í dag: 153 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 803 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 379847 Samtals gestir: 43404 Tölur uppfærðar: 7.4.2025 05:35:44 |
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is