Mánaskál

Um okkur


Þórdís Katla, Atli, Kolla og Týri í sveitinni á góðri stundu.

Við erum þriggja manna fjölskylda á Mánaskál í Austur Húnavatnssýslu. Við fluttum vorið 2011 í sveitina en það hefur lengi verið draumur að búa þar. Við erum að gera upp íbúðarhúsið og síðasta haust var heimarafstöð sett í gang. 

Atli Þór er meistari í rafeindavirkjun og rafmagnsiðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og Kolla er viðskiptafræðingur og starfar hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd

Heimasætan á bænum er Þórdís Katla sem er fædd 2009.

Við erum með nokkur hross en hestamennska er aðaláhugamál húsfreyjunar. Við erum með ræktun í smáum stíl okkur til gamans.

Hundurinn á heimilinu er íslenski fjárhundurinn Leiru Þórshamar Týri sem nú er orðinn öldungur en lítur enn vel út og er síungur í anda.

Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 313
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 377145
Samtals gestir: 43292
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:05:52

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar